Ross Harwood blaðamaður í Manchester segir að Andre Onana markvörður Manchester United hafi fengið þau skilaboð að hann geti fundið sér nýtt félag.
United er að ganga frá kaupum á Senne Lammens frá Antwerp í Belgíu.
Ungi Belginn er sagður skrifa undir á næstu mínútum en talið er að Ruben Amorim horfi á hann sem sinn fyrsta kost í markið.
Onana er þó sagður ætla að vera áfram hjá United og berjast fyrir sæti sínu en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 18:00 í dag.
Glugginn í Tyrklandi og Sádí Arabíu verður hins vegar áfram opin og því gæti eitthvað gerst á næstu dögum.
Onana has been told he can find new club but he’s looking to try and stay and fight for his place.
However, Lammens is seen as new no.1 keeper for Amorim.#mufc
— Ross Harwood (@RossHarwood_) September 1, 2025