Það er alveg ljóst að Kobbie Mainoo fær ekki að fara frá Manchester United í dag.
Miðjumaðurinn ungi bað um það á dögunum að fá að fara annað á láni þar sem hann er ósáttur við hlutverk sitt og spiltíma undir stjórn Ruben Amorim á Old Trafford.
United tók það ekki í mál að lána hann og þó svo að Mainoo hafi ítrekað beiðni sína um að fara var henni hafnað.
Amorim sér Mainoo sem mikilvægan hlekk í sínu liði á komandi leiktíð og er ekki til í að sleppa honum.