Sanne Lammens er að ganga í raðir Manchester United frá Roayl Antwerp á um 18 milljónir punda. Frá þessu greina helstu miðlar.
Markvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við United undanfarnar vikur en nú skömmu fyrir gluggalok var útlit fyrir að Emi Martinez kæmi frá Aston Villa, sem setti skipti Belgans í óvissu.
Nú er Lammens hins vegar á leið í læknisskoðun áður en skrifað verður undir.
Á meðan er óvissa með framtíð Martinez. Galatasaray er sagt vera á eftir honum sem stendur.