Oliver Glasner stjóri Crystal Palace hótaði því að segja upp störfum ef félagið myndi selja Marc Guehi til Liverpool.
Guehi hélt að hann væri að fara til Liverpool eftir að hafa staðist læknisskoðun í dag.
Palace hætti hins vegar við á síðustu stundu að selja hann, félagið hann ekki mann til að fylla hans skarð.
Guehi fékk því skilaboð í kvöld um að hann fengi ekki að fara, samningur hans við Palace rennur út næsta sumar.
Stjórinn vildi ekki sjá það að enginn kæmi í hans stað og segir á Talksport að hann hafi hótað því að segja upp störfum.
❌ "That move to Liverpool is off!"
😱 "He threatened to walk away!"
Alex Crook reveals how Oliver Glasner stopped Marc Guehi's move to Liverpool pic.twitter.com/hivlpUbJwR
— talkSPORT (@talkSPORT) September 1, 2025