Nicolas Jackson, framherji Chelsea, er á leið til Bayern Munchen eftir allt saman. Þetta kemur fram í helstu miðlum.
Jackson fór í læknisskoðun hjá Bayern um helgina en svo virtist ekkert ætla að verða af skiptum þar sem Liam Delap, framherji Chelsea, meiddist.
Joao Pedro var því eini framherjinn sem er heill heilsu á Stamford Bridge en svo var Marc Guiu kallaður til baka úr láni frá Sunderland vegna stöðunnar.
Jackson varð brjálaður þegar stefndi í að Chelsea ætlaði ekki að hleypa honum til Bayern og hafa hann og umboðsmaðurinn unnið að því að láta skiptin ganga upp.
Nú er það að takast og fer Jackson til Bayern á láni með kaupskyldu.