Yoane Wissa er að ganga í raðir Newcastle frá Brentford á 55 milljónir punda.
Þetta kemur í kjölfar frétta um að Newcastle sé að selja Alexander Isak til Liverpool á 125-130 milljónir punda.
Newcastle er einnig að kaupa Nick Woltemade frá Stuttgart á um 80 milljónir punda og notar því peninginn fyrir Isak í tvo öfluga sóknarmenn.
Woltemade er framherji. Wissa getur spilað sem fremsti maður og úti á kanti. Hefur hann verið lykilmaður Brentford undanfarin ár.
Wissa hefur reynt að komast til Newcastle undanfarnar vikur og virðist nú vera að takast það.
🚨⚪️⚫️ BREAKING: Yoane Wissa to Newcastle, here we go! Deal verbally agreed right now between the clubs.
Fee worth £55m package.
Brentford accept formal proposal from #NUFC and Wissa on his way for medical later today.
After Isak gone, Wissa and Woltemade join for Eddie Howe. pic.twitter.com/Za5ZGgqKTJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025