Liverpool virðist ætla að fullkomna ótrúlegan félagaskiptaglugga með því að sækja tvo risastóra bita í dag. Marc Guehi er við það að ganga í raðir félagsins.
Miðvörðurinn hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Hann er fyrirliði Crystal Palace en á eðins ár eftir af samningi sínum þar. Félagið hefur samþykkt að selja hann á rúmar 35 milljónir punda til að missa hann ekki frítt næsta sumar.
Guehi fer nú í læknisskoðun hjá Liverpool, áður en hann skrifar undir fimm ára samning við Englandsmeistarana.
Það er nóg að gera hjá Liverpool sem virðist einnig ætla að tryggja sér Alexander Isak, framherja Newcastle, á 125-130 milljónir punda á þessum gluggadegi.