Það er gluggadagur í dag, en félagaskiptaglugganum í helstu deildum Evrópu verður skellt í lás klukkan 18 í kvöld að íslenskum tíma.
Þess má geta að það er fjórum tímum fyrr en vanalega. Þetta er gert til að búa til heilbrigðara starfsumhverfi og vinnutíma fyrir starfsfólk knattspyrnufélaga.
Hér að neðan má sjá allt það helsta á gluggadeginum á einum stað.
07:41 Liverpool er loks að klára kaupin á Alexander Isak, framherja Newcastle. Félagið vonast til að fá Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace, í dag einnig. Félagið hefur elst við báða lengi og Isak farið í stríð við Newcastle til að reyna að komast burt. Joe Gomez fer líklega til AC Milan ef Guehi kemur.
07:41 Það er ekki ósenilegt að markvörður komi inn hjá Manchester United í dag. Sem stendur virðast öll vötn renna til Emiliano Martinez hjá Aston Villa, fremur en Sanne Lammens hjá Royal Antwerp.
07:41 Það ætlar að ganga hægt fyrir PSG og Juventus að klára skipti Randan Kolo Muani aftur til síðarnefnda félagsins. Framherjinn var þar á láni á síðustu leiktíð og vill aftur til Ítalíu. Það er hins vegar útlit fyrir að ekkert verði af skiptunum og horfir Juventus nú til Loic Openda hjá RB Leipzig. Tottenham gæti fengið Kolo Muani ´idag.
07:41 Adrien Rabiot, fyrrum leikmaður Juventus og PSG, er að ganga í raðir AC Milan í dag frá Marseille.
07:41 Fulham er að klára kaupin á Kevin, brasilískum kantmanni Shakhtar í Úkraínu, fyrir 36 milljónir punda.
07:41 Chelsea og Sunderland hafa komist að samkomulagi um að sóknarmaðurinn Marc Guiu fari aftur til fyrrnefnda félagsins og rifti þar með lánssamningi sínum. Er það vegna meiðsla Liam Delap. Sunderland er að kaupa Bryan Brobbey frá Ajax á um 20 milljónir punda í staðinn.
07:41 Marco Asensio er að ganga í raðir Fenerbahce frá PSG. Hann var á láni hjá Aston Villa seinni hluta síðustu leiktíðar en fer endanlega til Tyrklands.
07:41 Það er útlit fyrir að skipti Gianluigi Donnarumma frá PSG til Manchester City gangi í gegn í dag. Ederson fer þá frá City til Fenerbahce.