Félagaskipti Marc Guehi frá Crystal Palace til Liverpool eru í uppnámi eftir að Igor hætti við að ganga í raðir Palace.
Igor var mættur í læknisskoðun hjá Palace en eitthvað hefur komið upp á en Igor er í eigu Brighton.
Fyrir klukkutíma var greint frá því að Guehi væri á leið til Liverpool en hann er í læknisskoðun í London núna.
Þetta gæti breytt öllu í þessu máli þar sem Palace ætlar ekki að selja Guehi nema að vera með mann í hans stað.
Félagaskiptaglugginn lokar eftir tvo tíma en Liverpool bíður eftir frekari fréttum.
🚨⚠️ BREAKING: Igor to Crystal Palace has collapsed, news arrived as soon as Guehi completed his medical in London as Liverpool player.#LFC now waiting for outcome on Crystal Palace side. pic.twitter.com/fOGkzqvWvY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025