Harvey Elliot er að ganga í raðir Aston Villa frá Liverpool.
Það varð ljóst fyrr í sumar að Elliot myndi fara frá Englandsmeisturunum til að komast í stærra hlutverk og nú er Villa að taka hann.
Þessi 22 ára gamli leikmaður fer til Villa á láni, sem kaupir hann svo á 35 milljónir punda næsta sumar.
Elliot kom ungur að árum til Liverpool frá Fulham og varð skömmu síðar yngstur til að byrja leik fyrir félagið.
🚨🟣🔵 BREAKING: Aston Villa reach verbal agreement with Liverpool to sign Harvey Elliott, here we go!
Agreement in place with Liverpool on loan with obligation to buy guaranteed for £35m package.
Medical being arranged. 🏴 pic.twitter.com/p8yOtRF6hB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025