David Moyes viðurkennir að jafnvel hann hafi ekki búist við slíkri byrjun frá sóknarmanninum Jack Grealish í sumar.
Grealish kom til Everton í sumar á láni frá Manchester City og spilar í dag undir stjórn Moyes sem vildi mikið næla í Englendinginn.
Grealish hefur byrjað stórkostlega fyrir Everton og er búinn að leggja upp fjögur mörk í fyrstu tveimur byrjunarliðsleikjum sínum.
,,Hann er jafnvel betri en ég hélt. Hann þarf kannski smá ást og athygli,“ sagði Moyes eftir leikinn.
,,Hann þarf líka að fá að spila leiki. Vonandi getur hann byggt ofan á þetta og gert enn betur síðar á tímabilinu.“
,,Hann er að gera gæfumuninn með þessum stoðsendingum og nærveru, hann gerir svo mikið fyrir okkur.“