FC Bayern hefur staðfest komu Nicolas Jakcson til félagsins á láni frá Chelsea. Bayern getur keypt hann næsta sumar.
Jackson kemur til með að veita Harry Kane samkeppni en hann mun klæðast treyju númer 11.
Jackson var mættur til Þýskalands í gær en þá ætlaði Chelsea að hætta við að gera samninginn, það fór svo aftur í annan hring og Jackson endaði á að skrifa undir hjá Bayern.
„Nicolas vildi ólmur spila fyrir Bayern og við erum sáttir með að þetta gekk eftir,“ segir Max Eberl úr stjórn Bayern.
„Við erum virkilega sáttir, hann er ungur en með mikla reynslu á meðal þeirra bestu.“