Aston Villa hefur staðfest komu Jadon Sancho á láni frá Manchester United út þessa leiktíð.
Sancho verður samningslaus hjá United næsta sumar en félagið getur framlengt samning hans um ár í viðbót.
Sancho var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð og vlidi félagið kaupa hann en Sancho hafði ekki áhuga á því.
Sancho hefur svo í sumar ekki viljað fara neitt og viljað halda í veglegan launapakka sinn hjá United.
Villa borgar fyrir að fá Sancho á láni og borgar 80 prósent af launapakka hans.