Arsenal hefur staðfest komu Piero Hincapie á láni frá Bayer Leverkusen.
Þýska félagið segir að Arsenal verði svo að ganga frá kaupum á Hincapie næsta sumar.
Hincapie er 23 ára gamall vinstri bakvörður og miðvörður frá Ekvador, hefur hann staðið fyrir sínu í Þýskalandi.
Hincapie var í fjögur ár hjá Leverkusen en mætir nú í enska boltann.
Arsenal var dugleg á markaðnum í sumar en félagaskiptaglugginn er nú lokaður og Hincapie er orðinn leikmaður félagsins.
The final piece of the puzzle 🧩
Piero Hincapie is a Gunner 🤝 pic.twitter.com/eqLasc4AVz
— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2025