Marc Guehi verður ekki leikmaður Liverpool í kvöld. Það er David Ornstein hjá Athletic sem segir frá.
Crystal Palace ákvað að hætta við söluna þar sem félagið fann ekki arftaka hans áður en glugginn lokaði.
Félögin höfðu skilað inn blaði til ensku deildarinnar um að verið væri að ganga frá skiptunum.
Eftir það ákvað Palace að hætta við söluna og allar líkur á því að Guehi fari frítt frá félaginu næsta sumar.
Guehi fór í læknisskoðun hjá Liverpool í dag en af skiptunum verður ekki.
🚨 Marc Guehi set to stay at Crystal Palace despite deal sheet submitted for transfer to Liverpool. 25yo did #LFC medical + agreement reached between clubs at £35m & with centre-back on 5yr contract. But #CPFC replacement issues stopped move @TheAthleticFC https://t.co/fqu5BfIrCs
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 1, 2025