Það eru 99 prósent líkur á því að Dusan Vlahovic muni spila með Juventus á þessu tímabili en hann hefur verið orðaður við brottför.
Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála ítalska félagsins, hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannsins sem er orðaður við England.
Liverpool og Newcastle eru á meðal þeirra sem hafa verið orðuð við Vlahovic en allt stefnir í að hann verði áfram að sögn Comolli.
,,Hann er hluti af félaginu og það eru 99 prósent líkur á að hann verði áfram,“ sagði Comolli.
,,Við höfum verið í viðræðum við önnur félög en þær voru ekki alvarlegar en það er önnur saga.“
,,Við erum heppnir að vera með góða eigendur á bakvið okkur. Við munum láta ykkur vita ef eitthvað gerist.“