Það er ekki víst að Chelsea fái að verja heimsmeistaratitil sinn árið 2029 en þetta kemur fram í Times.
Chelsea vann HM félagsliða í sumar eftir sigur á Paris Saint-Germain í úrslitum en næsta keppni verður haldin eftir fjögur ár.
Samkvæmt Times er ekkert í reglubókinni um að sigurvegararnir fái þátttöku á næsta móti og er FIFA að íhuga stöðuna.
FIFA gæti tekið ákvörðun um að leyfa Chelsea að taka þátt jafnvel þó félagið vinni enga titla á næstu árum.
Aðeins tvö lið frá hverri deild í Evrópu mega taka þátt á mótinu en Chelsea og Manchester City fengu þann rétt í sumar.