Manchester United er þessa stundina að reyna að semja við miðjumanninn Carlos Baleba sem spilar með Brighton.
Um er að ræða 21 árs gamlan vinnuhest á miðjunni en Brighton gerði sér vonir um að fá Toby Collyer á móti.
Collyer er mjög efnilegur ungur leikmaður United en samkvæmt Manchester Evening News verður ekkert úr þessum skiptidíl.
United hefur mikla trú á Collyer sem spilaði alls 13 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð og er ekki til sölu.
Baleba mun kosta allt að 100 milljónir punda en hann spilaði 40 leiki fyrir Brighton í vetur og vakti mikla athygli.
Hann er samningsbundinn til 2028 og er því lítil pressa á Brighton að selja eins og staðan er.