Heun Min Son hefur skrifað undir samning við LAFC í Bandaríkjunum og kemur þangað eftir langa dvöl hjá Tottenham.
Son var lengi einn öflugasti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar en segist þó ekki vera í sama gæðaflokki og fyrrum leikmaður LAFC, Carlos Vela.
Vela var magnaður fyrir LAFC á sínum tíma þar og einnig fyrir Real Sociedad á Spáni en hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Son var auðmjúkur er hann ræddi við blaðamenn og segir einfaldlega að Vela hafi verið í öðrum gæðaflokki en hann er hann mætti til Bandaríkjanna.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég bara ekki í hans gæðaflokki. Carlos er ótrúlegur,“ sagði Son.
,,Hann var magnaður leikmaður og það sem hann gerði fyrir þetta félag gerir hann að goðsögn.“
,,Ég vona að fólk muni eftir mér fyrir það sem ég færði liðinu, ég vil komast á svipaðan stall.“