Michael Owen var betri leikmaður upp á sitt besta en bæði Lamine Yamal og Kylian Mbappe.
Þetta segir fyrrum liðsfélagi Owen, Steven Gerrard, en þeir voru saman hjá Liverpool áður en Owen færði sig til Real Madrid.
Framherjinn var valinn besti leikmaður heims árið 1999 en hann var þá aðeins 22 ára gamall.
Yamal og Mbappe koma til greina sem besti leikmaður heims á þessu ári en þeir eru á meðal bestu sóknarmanna heims.
,,Þeir tveir eru að eltast við Ballon d’Or en hinn er nú þegar með einn. Ég held að þú þurfir að virða það að Michael Owen var valinn besti leikmaður heims,“ sagði Gerrard.
,,Ég spilaði með honum og hann var ótrúlegur leikmaður. Ég myndi þurfa að velja hann yfir hina. Ég get hins vegar sagt að Yamal og Mbappe eru frábærir leikmenn.“