Leeds og West Ham eru að sýna vængmanni Liverpool áhuga en þetta kemur fram í frétt hjá Athletic.
Um er að ræða hinn 19 ára gamla Ben Doak sem er til sölu í sumar ef Liverpool fær rétt tilboð í leikmanninn.
Doak kom til Liverpool fyrir þremur árum síðan en hann var áður hjá Celtic í Skotlandi.
Samkvæmt bæði Athletic og Sky Sports vill Liverpool fá 20 milljónir punda fyrir Doak sem var í láni hjá Middlesbrough í vetur.
Hann á að baki tíu leiki fyrir Liverpool en tókst ekki að skora mark fyrir félagið.