Benjamin Sesko er orðinn leikmaður Manchester United en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig.
Um er að ræða spennandi sóknarmann sem var einnig orðaður við Newcastle í sumarglugganum.
Sesko er 195 sentímetrar á hæð og er slóvenskur landsliðsmaður en hann kostar um 70 milljónir punda.
Sesko er 22 ára gamall og skoraði alls 39 mörk í 87 leikjum fyrir Leipzig – hann var fyrir það hjá systurfélaginu RB Salzburg.
Hann mun leiða línu United á komandi tímabili og tekur við því hlutverki af Rasmus Hojlund sem sest á bekkinn.