Endrick, leikmaður Real Madrid, er sagður vera brjálaður yfir því að hafa ekki verið boðið að fá níuna hjá félaginu.
Þetta kemur fram í Marca en þessi 19 ára gamli sóknarmaður hefur spilað með Real síðan í fyrra.
Hann klæddist treyju númer 16 á síðasta tímabili en gerði sér vonir um að fá níuna fyrir komandi tímabil.
Real hefur hins vegar ákveðið að afhenda Gonzalo Garcia níuna en hann kemur úr ungingastarfi félagsins.
Garcia spilaði tíu leiki fyrir Real á síðustu leiktíð og skoraði í þeim fimm mörk og vakti athygli með sinni frammistöðu.
Garcia er 21 árs gamall og er útlit fyrir að hann muni spila enn stærra hlutverk í vetur en í fyrra.