Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá er miðjumaðurinn Steven Nzonzi mættur aftur í enska boltann.
Nzonzi gerði garðinn frægan með bæði Blackburn og Stoke á sínum tíma en hann yfirgaf England árið 2015.
Hann spilaði seinna með liðum eins og Sevilla og Roma en var síðast hjá Sepahan í Persíu.
Nzonzi er mættur aftur til Stoke eftir tíu ára fjarveru og mun leika með liðinu á komandi tímabili.
Hann er 36 ára gamall í dag en reynslan mun koma til með að hjálpa Stoke sem spilar í næst efstu deild Englands.