Annar fyrrum leikmaður Liverpool hefur nú tjáð sig um möguleg kaup félagsins á sóknarmanninum Alexander Isak.
Isak ku vera á leið til Liverpool frá Newcastle og gæti kostað allt að 150 milljónir punda.
Goðsögn Liverpool, Jamie Carragher, gagnrýndi þessi kaup fyrir helgi og nú hefur Íslandsvinurinn David James tekið undir þau ummæli.
James telur að hópur Liverpool sé nógu sterkur í dag og að Isak muni ekki gera liðið sigurstranglegra í ensku úrvalsdeildinni.
,,Liverpool þarf ekki Alexander Isak til að vinna ensku úrvalsdeildina, það er mögulegt fyrir félag að vera með of margar stjörnur og það getur endað illa,“ sagði James.
,,Liverpool er með hóp sem er í góðu jafnvægi í dag og ef þeir kaupa Isak þá eru þeir aðeins að veikja lið Newcastle.“
,,Þessi kaup myndu ekki gera þá sigurstranglegri í ensku úrvalsdeildinni.“