David de Gea, fyrrum markvörður Manchester United, hitti gamlan vin nú fyrir helgi en hann mun spila við sitt fyrrum félag í æfingaleik í dag.
De Gea er í dag markvörður Fiorentina á Ítalíu og er liðsfélagi Alberts Guðmundssonar.
Spánverjinn var fenginn til United á sínum tíma af Sir Alex Ferguson sem hætti þjálfun árið 2013.
Þeir sameinuðust á ný í gær og áttu gott spjall fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 11:45.
Leikurinn fer fram á Old Trafford og verður Ferguson að sjálfsögðu á meðal áhorfenda.
David e Sir Alex.
Tavolo numero 43.#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/GiChdSk3w6— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 8, 2025