Miðjumaðurinn Rodri verður ekki með í fyrstu leikjum Manchester City á tímabilinu en líkur eru á að hann spili ekkert þar til í september.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir City sem var án lykilmannsins nánast allt síðasta tímabil.
Spánverjinn sneri til baka í sumar og spilaði á HM félagsliða en hann meiddist í leik gegn Al-Hilal.
Pep Guardiola, stjóri City, hefur staðfest meiðsli Rodri en vonast til að hann snúi aftur eftir næsta landsleikjahlé.
Tijani Reijnders kom til City í sumar frá AC Milan og mun líklega taka stöðu Rodri í byrjun tímabils.