Eins og margir vita þá er Joao Felix kominn til Sádi Arabíu en hann hefur skrifað undir hjá Al-Nassr þar í landi.
Jesus var um tíma efnilegasti fótboltamaður Evrópu en hann var keyptur á risaupphæð til Atletico Madrid en stóðst aldrei væntingar.
Felix spilaði síðar með liðum eins og Chelsea og AC Milan en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í alltof mörg ár.
Hann mun nú reyna fyrir sér í Sádi undir stjórn Jorge Jesus sem hafði mikinn áhuga á að næla í leikmanninn í sumar.
Jesus hefur tjáð sig um komu Felix og segir að nú sé engin afsökun fyrir hann að sýna ekki sitt besta innan vallar.
,,Hann er nú kominn í land þar sem þú annað hvort spilar eða spilar ekki. Hvað þýðir það?“ sagði Jesus.
,,Það þýðir að þú ert með eitt val, það er ekkert annað í boði. Það er ekkert áfengi í Sádi Arabíu og hann mun ekki drekka áfengi.“
,,Það eru engir skemmtistaðir, ekki það að hann sé að skemmta sér á nóttunni. Það er ekkert til að trufla þig hérna. Hann er með einn möguleika og það er að vinna sína vinnu, hvíla sig og umkringja sig með fjölskyldu og vinum. Það er eini möguleikinn.“