Chelsea virðist hafa staðfest það í gær að sóknarmaðurinn Nicolas Jackson sé að kveðja félagið.
Jackson hefur undanfarin tvö tímabil verið aðalframherji félagsins og staðið sig ágætlega en Chelsea keypti tvo aðra framherja í sumar.
Jackson er orðaður við fjölmörg félog en nefna má Manchester United, Newcastle og West Ham svo eitthvað sé nefnt.
Jackson var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea í gær í 2-0 sigri á Bayer Leverkusen sem gefur sterklega til kynna að hann sé á förum.
Framherjinn æfir einnig sjálfur á æfingasvæði félagsins og er að öllum líkindum að skrifa undir annars staðar.