Xavi Simons er bara að bíða eftir tilboði frá Chelsea og það sama má segja um félag hans RB Leipzig.
Simons hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup og kjör og vill ekkert meira en að komast til félagsins í sumar.
Chelsea hefur áhuga en hvort félagið borgi 70 milljónir evra sem Leipzig heimtar er en óljóst.
Þessi skipti hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Leipzig vill fá Harvey Elliott frá Liverpool til að taka stöðu Simons.
Möguleiki er á að Chelsea bíði eftir að verðmiði leikmannsins lækki en hann er 22 ára gamall og er mikið efni.
Leipzig hefur ekki heyrt frá Chelsea í um viku núna en þeir ensku eru tilbúnir að borga 55 milljónir evra fyrir Hollendinginn.