Arne Slot hefur staðfest það að bakvörður muni mögulega spila í stað Mohamed Salah á komandi tímabili.
Það er bakvörðurinn Jeremie Frimpong sem kom frá Bayer Leverkusen í sumar en hann getur einnig leyst stöðu vængmanns.
Salah mun missa af einhverjum leikjum á tímabilinu þar sem Afríkukeppnin fer fram í desember og janúar.
,,Já við höfum klárlega hugsað út í það, við fengum inn Frimptong því hann getur spilað í bakverði og einnig á vængnum,“ sagði Slot.
,,Við höfðum hugsað út í það að Mo yrði mikill missir. Þetta eru mest sex leikir en það er mikið í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega í ljósi þess hversu vel hann stóð sig í vetur.“
,,Það voru nokkrar ástæður fyrir því að fá inn Frimpong en ein af þeim var að hann gæti leyst Mo af hólmi ef hann er ekki til taks.“