fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Ætluðu að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins – ,,Ekki í boði“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. ágúst 2025 21:00

Kieran McKenna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wrexham hefur fengið höfnun frá liði Ipswich en það fyrrnefnda var að vonast eftir því að fá inn leikmanninn Nathan Broadhead í sumar.

Wrexham tryggði sér sæti í næst efstu deild Englands síðasta vetur og var tilbúið að borga 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn og bæta þar með félagsmet.

Broadhead er 27 ára gamall sóknarmaður en hann hefur skorað 23 deildarmörk í 75 leikjum fyrir Ipswich undanfarin tvö ár.

Kieran McKenna, stjóri Ipswich, viðurkennir að Broadhead hafi viljað ræða við Wrexham en félagið hefur engan áhuga á að leyfa honum að fara.

,,Hann tjáði okkur að hann hefði áhuga á að skoða annað tækifæri sem var í boði en eins og er þá er ekki í boði fyrir félagið að leyfa góðum leikmanni að fara,“ sagði McKenna.

Broadhead er frá Wales líkt og Wrexham en hann hefur spilað 14 landsleiki á sínum ferli og skorað tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sesko staðfestur hjá Manchester United

Sesko staðfestur hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu
433Sport
Í gær

Segist aldrei hafa rætt við Jackson

Segist aldrei hafa rætt við Jackson