Manchester City lánaði tvo leikmenn út í dag, til Spánar og í ensku B-deildina.
Miðvörðurinn Vitor Reis, sem gekk í raðir City snemma á þessu ári, var lánaður til Girona á Spáni. Fær hann þar dýrmætan spiltíma með góðu liði.
Reis er 19 ára gamall og lék fjóra leiki með City eftir áramót. Hann þykir mikið efni.
Þá var annar miðvörður, hinn tvítugi Max Alleyne, lánaður til Watford. Hann kom ungur að árum inn í unglingalið City en hefur ekki leikið fyrir aðalliðið.