Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, er áfram sterklega orðaður við Chelsea, sem er að reyna að fá hann til sín.
Argentíski kantmaðurinn er alls ekki inni í myndinni á Old Trafford og má fara. United vill fá um 40 milljónir punda fyrir hann.
Chelsea telur sig hins vegar geta fengið Garnacho á aðeins lægra verði en það ef marka má frétt Talksport.
Vill félagið bíða eftir að United klári kaupin á Benjamin Sesko frá RB Leipzig, en þau virðast ætla að ganga í gegn á næstunni.
Ástæðan er sú að Chelsea telur að þá verði félagið í sterkari samningsstöðu, þar sem United mun þurfa að selja leikmenn á móti, enda kostar Sesko um 70 milljónir punda.