Mateo Kovacic fékk gylliboð frá sádiarabísku félagi á dögunum en vill hann vera áfram hjá Manchester City.
Sádar hafa undanfarin ár lokkað stjörnur úr bestu deildum Evrópu til sín en Kovacic vildi vera áfram hjá City.
Þessi 31 árs gamli miðjumaður spilar stóra rullu í liði City og vildi Pep Guardiola, stjóri liðsins, ólmur halda honum.
Kovacic gekk í raðir City fyrir tveimur árum, en hann var þar áður hjá liðum eins og Chelsea, Real Madrid og Inter.
🚨🔵 Mateo Kovacić has received approached from Saudi Pro League in the recent weeks but he’s focused on Man City.
Man City management and staff also keen on keeping Kovacić as part of Pep Guardiola’s squad. pic.twitter.com/FWwFUGkD8P
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 6, 2025