Inigo Martinez er að rifta samningi sínum við Barcelona á Spáni eftir tvö ár hjá félaginu.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Martinez kom til Barcelona frá Athletic Bilbao árið 2023.
Martinez er 34 ára gamall og spilaði 46 leiki fyrir Börsunga í vetur og skoraði í þeim þrjú mörk.
Hann vill færa sig til Sádi Arabíu og hefur víst náð samkomulagi við Al-Nassr þar í landi og gerir tveggja ára samning.