Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, eins besta leikmanns í sögu Manchester United, er heldur betur að gera það gott í unglingaliðum félagsins.
Kai skrifaði undir samning við United árið 2020 og fór inn í U-11 ára liðið. Hann fór strax að raða inn mörkum úr fremstu víglínu eða af kantinum.
Nú hefur Kai verið kallaður upp í U-19 ára lið United fyrir virt mót í Króatíu, þar sem liðið mætir andstæðingum eins og Paris Saint-Germain og Benfica.
Það þýðir að hann er að spila þremur aldurshópum fyrir ofan sinn eigin og gæti mætt mönnum sem eru allt að fjórum árum eldri.