Chelsea verður án lykilmanns næstu mánuðina en ljóst er að varnarmaðurinn öflugi Levi Colwill mun ekkert spila á þessu ári.
Colwill er 22 ára gamall og spilaði stórt hlutverk hjá Chelsea á síðasta tímabili en hann er miðvörður.
Chelsea hefur staðfest það að hann sé nú búinn í aðgerð eftir að hafa slitið krossband á æfingu.
Chelsea er nú með færri kosti í vörninni en er nýbúið að kaupa Jorrel Hato frá Ajax sem gæti tekið hans stöðu.
Chelsea mun mögulega kaupa annan varnarmann fyrir gluggalok en er þó enn með Trevoh Chalobah, Benoit Badiashile, Wesley Fofana og Tosin Adarabioyo í sínum röðum.