fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Íslenskur stuðningsmaður laminn í andlitið fyrir að svara í símann – „Það endaði í blóðugum slag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 8. ágúst 2025 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Víkings var laminn í andlitið af stuðningsmönnum Bröndby fyrir utan Ölver í Glæsibæ í gær er hann tók símtal. Hann sagði frá þessu í samtali við Vísi.

Stuðningsmenn Bröndby létu, eins og og fram hefur komið, öllum illum látum í Víkinni í gærkvöldi, er þeir sáu sitt lið óvænt tapa 3-0 gegn Víkingi í Sambandsdeildinni.

Meira
Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Danirnir tóku tapinu vægast sagt illa og gengu þeir til að mynda í skrokk á einhverjum íslenskum stuðningsmönnum undir lok leiks. Þá veltu stuðningsmenn Bröndby við útikamri á leið sinni af vellinum og þurfti lögreglan að hafa sig alla við að koma þeim út af svæðinu, til að mynda með því að beita því sem virtist vera piparúrði.

Stuðningsmenn Víkings og aðrir íslenskir gestir þurftu, samkvæmt fyrirmælum lögreglu, þá að bíða dágóða stund eftir að komast af vellinum, til að forða þeim frá því að mæta þeim dönsku þegar út var komið. Vesenið á dönsku bullunum hélt svo áfram á Ölver eftir leik.

„Ég fór út af Ölver til að taka símtal og þá koma þrír Bröndby menn upp að mér og spyrja hvort ég sé með vesen. Ég spyr til baka hvort þeir séu tapsárir og þeir ýta í mig og lemja mig í andlitið,“ sagði ónefndur stuðningsmaður Víkings í samtali við Vísi.

„Ég labba frá þeim og fer inn á Ölver aftur, segi Víkingunum frá þessu og þeir koma allir út. Þá bakka þeir [stuðningsmenn Bröndby] frá okkur en koma svo aftur, allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur. Það endaði í blóðugum slag, sem betur fer fór enginn upp á slysó, en þeir eru greinilega tapsárir,“ sagði hann enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR