Viktor Gyokores hefur fengið hrós frá stórstjörnunni Cristiano Ronaldo sem er einn besti fótboltamaður allra tíma.
Ronaldo er fyrrum leikmaður Sporting í Portúgal en það sama má segja um Gyokores sem yfirgaf félagið í sumar fyrir Arsenal.
Ronaldo hefur séð marga leiki með Gyokores og segir að Arsenal sé með einstakan leikmann í sínum röðum í dag.
,,Gyokores var einstakur leikmaður en liðið mun þurfa að aðlagast án hans,“ sagði Ronaldo.
,,Ég tel að Suarez sem kom frá Almeria sé frábær framherji. Hann er ungur og góður og þarf bara smá tíma.“
,,Ég sá hann spila í Ofurbikarnum og hann stóð sig vel gegn Benfica en þeir unnu ekki leikinn því þeir einfaldlega náðu því ekki – þannig er fótboltinn stundum.“