fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Grímur furðar sig á lögreglunni – „Greinilegt að menn hafi ekki lesið heima“

433
Föstudaginn 8. ágúst 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lögreglan gerði ekki sérstakar ráðstafanir fyrir komu stuðningsmanna Bröndby til landsins í gær, en liðið mætti Víkingi í Fossvogi. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, furðar sig mjög á þessu.

Liðin mættust í fyrri leik sínum í undankeppni Sambandsdeildarinnar og vann Víkingur ansi óvæntan 3-0 sigur. Tapsárir stuðningsmenn Bröndby urðu trítilóðir, réðust á stuðningsmenn Víkings, ollu skemmdum á vellinum og meira til.

Meira
Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

„Hlustaði í morgun á lögreglumann í útvarpinu segja að menn hefðu ekki verið með sérstakan viðbúnað vegna heimsóknar knattspyrnuliðsins Brøndby í Víkina. Magnað og greinilegt að menn hafa ekki lesið heima. Ef einhvern tímann er rétt að vera með viðbúnað þá er það akkúrat þegar Brøndby kemur í heimsókn,“ skrifar Grímur á Facebook-síðu sína.

„Frá 1994 hafa Brøndby bullurnar staðið fyrir endalausum uppákomum og vandræðum og valdið bæði skaða á fólki og umhverfi. Það eru eiginlega alltaf vandræði þegar liðið keppir í Evrópu og jafnvel í vináttuleikjum.“

Grímur nefnir svo dæmi um hegðun stuðningsmanna Bröndby í gegnum tíðina. Til að mynda fyrsta skiptið sem óeirðir brutust út í Kaupmannahöfn í kringum knattspyrnuleik fyrir leik Bröndby gegn erkifjendunum í FC Kaupmannahöfn árið 1994. Þá voru verslanir, bílar og fleira eyðilagt í borginni. Hörð slagsmál brutust þá út víða í borginni.

Dæmin um ömurlega hegðun stuðningsmanna Bröndby eru óteljandi, eins og Grímur bendir á, og hafa þeir stöðugt verið til vandræða á ferðalögum sínum í útileiki í Evrópukeppnum. Grímur bendir á þegar þeir réðust á stuðningsmenn Rangers á leik liðsins í Evrópudeildinni.

Hér að neðan má sjá færslu Gríms í heild. Þar birtir hann einnig skjáskot af fréttum um skrílslæti meðal stuðningsmanna Bröndby.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“

Engir skemmtistaðir og ekkert áfengi – ,,Ert með einn möguleika og það er að vinna þína vinnu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið

Þekktur maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik – Lofaði að skila öllu en stóð ekki við loforðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM

Ísland niður um þrjú sæti eftir vonbrigðin á EM
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Í gær

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað