Jamie Carragher vill ekki sjá Liverpool kaupa Alexander Isak á 150 milljónir punda í sumar eins og er búist við.
Isak er sterklega orðaður við Liverpool í dag en hann spilar með Newcastle og vill ekkert meira en að komast á Anfield.
Carragher er ekki hrifinn af verðmiðanum og sérstaklega í ljósi þess að Hugo Ekitike var keyptur í sumar og kostaði um 80 milljónir punda.
,,Ef þú spyrð mig sem stuðningsmann Liverpool þá vil ég ekki sjá félagið kaupa Isak fyrir 150 milljónir,“ sagði Carragher.
,,Það er eitthvað við það að Liverpool kaupi annan framherja á 80 milljónir og hann er varamaður.. Það er eitthvað rangt við þetta.“