Það gæti orðið erfitt fyrir Everton að fá Jack Grealish á láni þar sem Manchester City vill að félagið sjái alfarið um laun hans á meðan.
Talksport segir frá þessu, en Grealish hefur verið sterklega orðaður við Everton undanfarið. Hann er alls ekki inni í myndinni hjá City og vill fara.
Everton er til í að greiða laun hans að hluta en City vill að félagið sjái alfarið um launapakka hans, sem nemur 300 þúsund pundum á viku.
Grealish hefur átt misjöfnu gengi að fagna hjá City síðan hann var keyptur frá Aston Villa á 100 milljónir punda 2021.
Talið er að fleiri félög hafi áhuga á Grealish, þar á meðal Tottenham og Napoli.