Juventus er að stöðva miðjumanninn Douglas Luiz í að yfirgefa félagið í sumar en hann vill ekkert meira en að komast aftur til Englands.
Juventus er tilbúið að selja þennan fyrrum leikmann Aston Villa en hefur hingað til aðeins fengið lánstilboð í Brasilíumanninn.
Luiz er opinn fyrir því að fara á lánssamningi en Juventus hefur ekki áhuga á því og vill losna við hann endanlega.
Luiz byrjaði aðeins þrjá deildarleiki á síðasta tímabili og er alveg ljóst að hann á enga framtíð fyrir sér í Túrin.
Sambandsslit Luiz við Alisha Lehmann eru sögð hafa haft áhrif á hans frammistöðu innan vallar og á æfingasvæðinu en þau fluttu saman til Ítalíu og sömdu við sama félag.
Talað er um að Luiz vilji ekki vera á sama stað eða æfingasvæði og Lehmann or þráir því ekkert meira en að komast aftur í ensku úrvalsdeildina.
Luiz og Lehmann voru saman í rúmlega tvö ár en greint var frá því í maí að sambandi þeirra væri lokið.