Vináttuleikur milli ítalska liðsins Como og spænska liðsins Real Betis í gær reyndist ekki svo vinalegur eftir allt saman.
Como vann leikinn 3-2 en það ætlaði allt um koll að keyra undir lok fyrri hálfleiks og hópslagsmál brutust út.
Leikmenn skiptust á höggum og kýldi Pablo Fornals, fyrrum leikmaður West Ham, til að mynda Max Perrone, fyrrum leikmann Manchester City, áður en hann fékk sjálfur högg að launum.
Slagsmálin stóðu yfir í nokkurn tíma áður en tókst að róa mannskapinn. Myndband af þessu er hér að neðan.
Real Betis v Como in a friendly tonight 🤛 pic.twitter.com/PxH2jhZSPu
— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) August 6, 2025