West Ham hefur staðfest að Michail Antonio muni ekki leika með liðinu áfram. Það er þó ekki útilokað að hann taki að sér starf á bak við tjöldin hjá félaginu þegar fram líða stundir.
Antonio, sem er 35 ára gamall, hefur ekkert spilað síðan í desember, er hann lenti í skelfilegu bílslysi sem hefði getað kostað hann lífið. Nú er ljóst að hann spilar allavega ekki meira fyrir West Ham, en samningur hans rann út í sumar.
West Ham United can confirm that, following the expiry of his contract at the end of last season, Michail Antonio will not be signing a new deal as a first-team player with the Club.
— West Ham United (@WestHam) August 7, 2025
Það kemur þó fram að félagið muni styðja Antonio áfram í endurhæfingu sinni eftir slysið. Þá er sem fyrr segir möguleiki á að hann fái starf hjá félaginu síðar meir, til að mynda við þjálfun.
Antonio skoraði 83 mörk í 323 leikjum fyrir West Ham og spilaði stóra rullu er liðið vann Sambandsdeildina árið 2023.
Thank you for everything, Michail ❤️ pic.twitter.com/ZDeF933D1U
— West Ham United (@WestHam) August 7, 2025