Martin Dubravka er genginn í raðir nýliða Burnley í ensku úrvalsdeildinni frá Newcastle.
Þessi reynslumikli slóvakíski markvörður skrifar undir eins árs samning við Burnely, en hann leysir af James Trafford, sem fór til Manchester City fyrr í sumar.
Newcastle fékk Aaron Ramsdale til sín á dögunum í samkeppni við Nick Pope. Dubravka sá því ekki fram á að fá stórt hlutverk í hópnum næsta vetur.
Burnley Football Club are delighted to confirm the signing of experienced goalkeeper Martin Dúbravka on a one-year contract ✍️
A new chapter 🤝
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 7, 2025