Darwin Nunez verður með laun á við stærstu stjörnur fótboltans, ef ekki hærri, hjá sádiarabíska félaginu Al-Hilal.
Sóknarmaðurinn er að ganga í raðir Al-Hilal frá Liverpool á 46 milljónir punda. Þá skrifar hann undir þriggja ára samning.
Talksport heldur því fram að á þessum samningi muni Nunez þéna um 400 þúsund pund á viku, sem er næstum þreföldun á launum hans hjá Liverpool, þar sem hann þénaði um 140 þúsund.
Til samanburðar fær hann svipuð laun og Mohamed Salah og Vinicius Junior og hærri laun en menn eins og Virgil van Dijk og Bruno Fernandes.
Nunez hefur verið hjá Liverpool í þrjú ár en stóðst ekki þær væntingar sem til hans voru gerðar.