Christian Eriksen er í leit að nýju félagi eftir að samningur hans við Manchester United rann út fyrr í sumar. Hann gæti verið áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Hinn 33 ára gamli Eriksen hefur verið eftirsóttur af liðum í Bandaríkjunum, Tyrklandi og Sádi-Arabíu en er ekki sagður spenntur fyrir að flytja svo langt í burtu.
Þá reyndi hið metnaðarfulla félag Wrexham, sem er nýliði í ensku B-deildinni, að fá hann en Daninn á að hafa hafnað því.
Nú segir Daily Mail að nýliðar Burnley í ensku úrvalsdeildinni séu að reyna að fá Parker. Félagið vill bæta meiru við leikmannahópinn til að geta haldið sæti sínu í deildinni í vetur.
Eriksen er afar reynslumikill leikmaður og hefur hann spilað fyrir lið eins og Tottenham og Inter, auk United.