Marc Guiu er genginn í raðir Sunderland á láni frá Chelsea.
Um er að ræða 19 ára gamlan spennandi sóknarmann sem gekk í raðir Chelsea frá Barcelona í fyrra. Nú fær hann dýrmætan spiltíma með nýliðum Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.
Spánverjinn kom við sögu í sextán leikjum fyrir Chelsea á síðustu leiktíð og skoraði hann í þeim sex mörk.
Guiu er níundi leikmaðurinn sem Sunderland fær til liðs við sig í sumar. Ljóst er að félagið ætlar að halda sér í deildinni og jafnvel gott betur en það.
Welcome to Sunderland AFC, Marc Guiu! ❤️🇪🇸
The striker arrives on a season-long loan deal from Chelsea.
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) August 6, 2025